Jafnréttisstofa gefur út bráðabirgðastarfsleyfi til vottunar á jafnlaunakerfum

Jafnréttisstofa gefur út bráðabirgðastarfsleyfi til vottunar á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85 samkvæmt 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1030/2017, en nýlega tók þessi reglugerð breytingum og var 3. málsgreininni breytt og Jafnréttisstofu fengið þetta hlutverk. Þar segir m.a.: „Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. er vottunaraðila, sem ekki hefur hlotið faggildingu, heimilt að fram­kvæma úttektir og votta jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana samkvæmt staðlinum ÍST 85 á grund­velli bráðabirgðastarfsleyfis sem gefið er út af Jafnréttisstofu að fenginni niðurstöðu fag­gild­ingar­sviðs Einkaleyfastofunnar um að vottunaraðili uppfylli þær kröfur sem koma fram í ákvæði þessu og gildir leyfið í allt að 12 mánuði frá útgáfu þess. Skilyrði fyrir útgáfu bráða­birgða­starfsleyfis er að fyrirhugaður vottunaraðili hafi lokið fyrstu úttekt í umsóknarferli um faggildingu.

 

Á vefsíðunni okkar er nú að finna lista yfir vottunaraðila.