Fréttir

Kallað eftir jafnréttisáætlunum frá grunnskólum

Samkvæmt 18. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal endurskoða jafnréttisáætlanir á þriggja ára fresti. Í ljósi þess kallar Jafnréttisstofa nú eftir jafnréttisáætlunum frá grunnskólum landsins. Innköllunin nær til rúmlega 170 skóla sem flestir brugðust við sama erindi fyrir rúmlega þremur árum.

Þekkingarbrunnurinn the Nordic Gender Effect at Work opnar í dag

Í dag opnar Norræna ráðherranefndin þekkingarbrunninn the Nordic Gender Effect at Work.

Jafnréttisáætlanir tryggja réttindi starfsfólks á ýmsum sviðum

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 ber öllum fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlun.

Staða karlmanna á Íslandi út frá menntun er verri en víðast hvar í Evrópu

Árleg skýrsla OECD um menntatölfræði, Education at a Glance 2018 er komin út. Þar kemur m.a. fram að munurinn eykst á fjölda ungra kvenna og karla sem eru með háskólapróf. 57 prósent íslenskra kvenna á aldrinum 25 til 34 ára hafa lokið háskólanámi, en aðeins 39 prósent karla.

Starfsmannafundur í Reykjavík

Allir starfsmenn Jafnréttisstofu voru staddir í Reykjavík fyrr í vikunni og því var tækifærið nýtt til halda starfsmannafund á Hallveigarstöðum, en þar hafa tveir starfsmenn stofunnar starfsaðstöðu.

Fundur með hagsmunaaðilum vegna nýrra laga um bann mismunun

Í tilefni af nýsamþykktum lögum á Alþingi er varða annars vegar jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, boðaði Jafnréttisstofa til fundar með fulltrúum samtaka sem hafa hagsmuna að gæta vegna gildistöku laganna. En skv. 5. gr. beggja laga er Jafnréttisstofu falið að annast framkvæmd þeirra.

Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál

Ungt fólk og jafnréttismál er yfirskrift tveggja daga viðburðar hjá Mosfellsbæ 20.-21. september.

Tölum saman um jafnrétti

Starfsfólk Jafnréttisstofu býður upp á uppistand og opið spjall um það sem helst brennur á áheyrendum varðandi jafnréttismál, þann 7. september nk. kl. 14.00-14.30 í Hofi.

Lög um bann við allri mismunun hafa tekið gildi

Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna tóku gildi 1. september sl. Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði er skýrt kveðið á um bann við allri mismunun fólks á vinnumarkaði, hvort heldur beina eða óbeina, á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Þetta þykir mikilvægt til að stuðla að virkri þátttöku sem flestra á vinnumarkaði en atvinnuþátttaka er talin ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og fátækt. Við lagasetninguna var höfð hliðsjón af tilskipun Evrópuráðsins 2000/78/EB um almennar reglur um jafna meðferð á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Með lögum um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna er kveðið á um meginregluna um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Við lagasetninguna var höfð hliðsjón af efni tilskipunar 2000/43/EB um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna.