Fréttir

Konur eru 51% þeirra sem sitja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Stjórnarráðsins, þriðja árið í röð

Árlega fer Jafnréttisstofa yfir kynjahlutfall í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ráðuneytanna. Helstu niðurstöður eru að hlutfall kynja er næstum jafnt, þriðja árið í röð. Hins vegar fækkar þeim nefndum þar sem kynjahlutfall er rétt við skipun þeirra, var 75% árið 2022 en 80% árið áður.

Jafnréttisstofa vinnur að launajafnrétti með portúgölskum stjórnvöldum

Frá árinu 2019 hefur Jafnréttisstofa í samstarfi við CITE, Jafnréttisnefnd Portúgals (e. The Commission for Equality in Labour and Employment), unnið að þróun stjórnunarstaðals um launajafnrétti og upplýsingakerfi fyrir fyrirtæki og stofnanir um jafnréttismál.

Hatursfull ummæli í tengslum við @Meinlaust

Sérfræðingar Jafnréttisstofu skrifa um viðbrögð við fjórða hluta vitundarvakningarinnar @Meinlaust þar sem tilefni var til að bregðast við hatursfullum ummælum sem fram komu á samfélagsmiðlum.

Meinlaust - konur af erlendum uppruna í fókus

Það er komið að fjórða og síðasta hluta vitundarvakningarinnar Meinlaust í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Vitundarvakningunni er að þessu sinni ætlað að sýna birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingunum.