Fréttir

Jafnlaunavottun lögfest

Frumvarp Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra sem kveður á um lögfestingu jafnlaunavottunar meðal fyrirtækja með 25 eða fleiri starfsmenn var samþykkt á Alþingi í nótt, með 49 atkvæðum gegn 8.

Nýtt jafnréttisráð

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað nýtt Jafnréttisráð samkvæmt lögum og er skipunartíminn til næstu alþingiskosninga. Formaður Jafnréttisráðs er Magnús Geir Þórðarson og varaformaður Tinna Traustadóttir.

RÁÐSTEFNA UM MÁL OG KYN

10. norræna ráðstefnan um mál og kyn verður haldin í Háskólanum á Akureyri dagana 20.-21. október 2017. Jafnréttisstofa vill vekja athygli á að tillögur að málstofum skulu sendast á netfangið finnurf[at]unak.is fyrir 30 maí.

Jafnréttisráðherra í heimsókn

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra heimsótti Jafnréttisstofu síðastliðinn föstudag og átti góða stund með starfsfólki þar sem hann fór meðal annars yfir það helsta sem er á döfinni í jafnréttismálum. Bar þar hæst frumvarp jafnréttisráðherra um jafnlaunavottun sem nú er til afgreiðslu í þinginu. Sagðist ráðherra binda miklar vonir við vottunina sem verkfæri í baráttunni við kynbundinn launamun.