Jafnlaunavottun lögfest

Frumvarp Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra sem kveður á um lögfestingu  jafnlaunavottunar meðal fyrirtækja með 25 eða fleiri starfsmenn  var samþykkt á Alþingi í nótt, með 49 atkvæðum gegn 8. 

Meginmarkmið frumvarpsins er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Á vef velferðarráðuneytisins má finna upplýsingar um jafnlaunastaðalinn.