RÁÐSTEFNA UM MÁL OG KYN

10. norræna ráðstefnan um mál og kyn verður haldin í Háskólanum á Akureyri dagana 20.-21. október 2017. Jafnréttisstofa vill vekja athygli á að tillögur að málstofum skulu sendast á netfangið finnurf[at]unak.is fyrir 30 maí. 

Ráðstefna þessi er nú haldin í fyrsta sinn á Íslandi en hún er helsti vettvangur norrænna fræðimanna og –kvenna til fræðilegrar umræðu á þessu sviði rannsókna. Ráðstefnan á rætur sínar innan málvísinda og hefur þannig einkum höfðað til þeirra sem fást með einum eða öðrum hætti við mál og kyn innan ramma félagslegra málvísinda, orðræðu- og/eða samtalsgreiningar, mállýskufræða, málsögu eða annarra greina málvísinda, en hún er þó ekki síður opin fræðafólki sem nálgast þetta efni frá sjónarhóli félagsfræði, kynjafræði, bókmenntafræði, menntunarfræði og fleiri greina.

Aðalfyrirlesarar:

 

  • Helga Hilmisdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Gender and Personal Pronouns in Icelandic Debates and Conversations

 

 

  • Jón Ingvar Kjaran, Háskóla Íslands “Fag, dude, dyke, fat or hot”. Word prevalence among high school students in terms of gender/sexual stereotypes

 

 

  • Kristina Fjelkestam, Stockholms universitet, Svíþjóð "How I Learned to Love the Bomb": Peirce and Feminist Semiotics

 

 

  • Stina Ericsson, Linnéuniversitetet, Svíþjóð Sustaining and Challenging Gender and Sexuality Norms:Cis, Hetero, and Family Normativities in Children's Interactions

 

 

Erindi: Gert er ráð fyrir að erindi taki 20 mínútur í flutningi og síðan gefast 10 mínútur til umræðna.

 

Útdrættir: Vinsamlegast sendið inn útdrætti (hámark 300 orð) fyrir 30. maí 2017.
SENDA INN ÚTDRÁTT

 

Tillögur að málstofum: Sendist fyrir 30 maí á netfangið; finnurf[at]unak.is

 

 

 

Mál: Erindin skulu flutt á dönsku, norsku, sænsku eða ensku.

 

 

 

Undirbúningsnefnd: Andrea Hjálmsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Finnur Friðriksson, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Margrét Jóhannsdóttir.

 

 

 

Tengiliður: Varðandi nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Finn Friðriksson, dósent við kennaradeild;finnurf[at]unak.is.

 

 

 

Opið fyrir skráningu: Skráningargjaldið er 30.000 isk til 1. ágúst 2017. Frá og með 2. ágúst hækkar ráðstefnugjaldið í 37.500 isk.  Skráningargjald fyrir nemendur er 15.000 isk.
Innifalið í skráningunni eru ráðstefnugögn, morgun- og síðdegiskaffi og hádegismatur.

 

 

 

Boðið verður upp á 2ja rétta ráðstefnukvöldverð í  Menningarhúsinu Hofi en hann er ekki innifalinn í ráðstefnugjaldinu. Verð: 6.900 kr.  

 

 

 

Hægt er að skrá sig og sjá allar nánari upplýsingar með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan: