Fréttir

Ársskýrsla Jafnréttisstofu fyrir árið 2011 komin út

Árið 2011 var viðburðaríkt í jafnréttismálum og miklar annir á Jafnréttisstofu eins og jafnan áður. Þriðja árið í röð mældist Ísland í efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti í heiminum. Hér á landi var haldið jafnréttisþing, samþykkt ný framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, stór skýrsla var gefin út um ofbeldi í nánum samböndum, hópur settur á laggir um aukna þátttöku karla í jafnréttismálum og fleira mætti telja.

Menning og skipulag háskóla frá kynjasjónarmiði

MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna býður upp á opinn fyrirlestur í Odda 202 þann 24. ágúst kl. 12-13. Fyrirlesari er Pat O’Connor, prófessor í félagsfræði við Limerick háskóla á Írlandi en hennar fyrirlestur nefnist “Menning og skipulag háskóla frá kynjasjónarmiði”. Fyrirlesturinn fer fram á milli kl. 12-13.