Fréttir

Jólakveðja

Starfsfólk Jafnréttisstofu óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs.

Lög um jafnlaunavottun taka gildi 1. janúar 2018

Þann 1. janúar 2018 taka gildi lög nr. 56/2017 um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. Breytingin á við um 19. grein laganna sem fjallar um launajafnrétti.

#metoo á Íslandi

Hvarvetna í heiminum er nú mikil vakning um hverskonar kynbundið ofbeldi og áreitni undir millumerkinu #metoo. Vakningunni er ætlað að draga ofbeldið fram í dagsljósið og breyta menningu samfélaga á þann hátt að kynbundið ofbeldi og áreitni verði ekki lengur liðin.

Ný reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum

Velferðarráðuneytið vill vekja athygli á því að ný reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum á grundvelli staðalsins ÍST 85 var birt á vef stjórnartíðinda í síðustu viku og hefur fengið númerið 1030/2017.

Sveitarstjórnir hvattar til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni

Jafnréttisstofa vill vekja athygli á hvatningu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna landsins til að ræða leiðir gegn kynferðisofbeldi og –áreitni í stjórnmálum og á vinnustöðum sveitarfélaga.

Byggjum brýr - brjótum múra

Fundur um samvinnu gegn heimilisofbeldi á Norðurlandi eystra mánudaginn 4. desember frá kl. 10:00 til 12:00. Fundurinn sem er öllum opinn er haldinn á Jafnréttisstofu í anddyri Borga við Norðurslóð (háa húsið við hliðina á Háskólanum á Akureyri). Fundarstjóri er Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.

Katrín Björg mætt til starfa

Í dag tekur Katrín Björg Ríkarðsdóttir formlega við starfi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Katrín Björg lauk M.Ed gráðu í menntunarfræðum með áherslu á kynjajafnrétti frá Háskólanum á Akureyri árið 2011. Áður hafði hún lokið menntun í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla árið 1996 og BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1992.