Ný reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum

Velferðarráðuneytið vill vekja athygli á því að ný reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum á grundvelli staðalsins ÍST 85 var birt á vef stjórnartíðinda í síðustu viku og hefur fengið númerið 1030/2017.

Reglur um notkun jafnlaunamerkisins eru birtar sem fylgiskjal með reglugerðinni.

Jafnframt hafa sértæk viðmið fyrir vottunaraðila jafnlaunastaðalsins ÍST 85 (leiðbeinandi reglur) verið birt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins.

Allt þetta regluverk mun taka gildi 1. janúar 2018 eða um leið og lög nr. 56/2017 (jafnlaunavottun) taka gildi.

Regluverkið má sjá hér.