Fréttir

Líðan ungs fólks

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna miðvikudaginn 8. mars n.k. er boðað til hádegisfundar að Borgum við Norðurslóð á Akureyri frá kl. 11.45-13.15. Fyrirlesarar verða Ingibjörg Auðunsdóttir, Arnar Már Arngrímsson og Karólína Rós Ólafsdóttir. Umfjöllunarefni fundarins er líðan ungs fólks.

Öll störf eru kvennastörf!

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars n.k. er boðað til hádegisverðarfundur á Grand hótel Reykjavík kl. 11.45-13.00. Að fundinum standa: Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Jafnréttisstofa, Kennarasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja.

7% kvikmynda sýndar á Íslandi 2016 var leikstýrt af konum

Kvikmyndir eftir karla eru í miklum meirihluta þeirra kvikmynda sem teknar eru til sýninga á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands og Stockholms feministiska filmfestival hafa unnið rannsókn á kvikmyndum sem teknar voru til sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum og á RÚV árið 2016. Niðurstöðurnar eru sláandi. Konur leikstýrðu aðeins 7% af kvikmyndum sem teknar voru til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum 2016. Sama kynjahlutfall er á kvikmyndum sem sjónvarpað var í RÚV 2016, konur leikstýrðu aðeins 7% kvikmynda sem þar voru sýndar.

Jafnréttismat gert á frumvörpum

Með bætta nýtingu opinberra fjármuna að leiðarljósi er unnið að kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð hjá hinu opinbera. Á árinu er er lögð áhersla á að gert verði jafnréttismat á lagafrumvörpum í því skyni að jafna stöðu kynjanna. Er stefnt að því að á þessu ári verði slíkt mat gert á um 40% frumvarpa sem ráðherrar leggja fram. Verður sjónum beint sérstaklega að málum sem augljóslega hafa mikil áhrif á kynin. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í ríkisstjórn í síðustu viku stöðu innleiðingar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. 

Hvað er #kvennastarf?

Tækniskólinn og Samtök iðnaðarins hafa, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, hrundið af stað átaki sem ber nafnið #kvennastarf.  Algengt er að talað sé um „hefðbundin kvennastörf“  Með #kvennastarf er ætlunin að brjóta niður úreltar hugmyndir og benda ungu kynslóðinni á að fyrir bæði kynin eru allar leiðir færar í námi og starfi. Tilgangurinn er m.a. að vekja athygli á fjölbreyttum störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum og benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum. Í nútímasamfélaginu á Íslandi telja margir að jafnrétti kynjanna ríki á flestum sviðum. En er raunin sú?

EINN BLÁR STRENGUR

Ráðstefnan Einn blár strengur verður haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 20. maí. Verkefnið á uppruna sinn í Bandaríkjunum og miðar að því að vekja athygli á því að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Einn blár strengur af sex strengjum í gítarnum vísar því í einn af hverjum sex drengjum. Skráning hér

Milljarður rís

Dansviðburðurinn Milljarður rís verður haldinn um land allt í hádeginu föstudaginn 17. febrúar. Það er UN Women á Íslandi sem stendur fyrir viðburðinum og er markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi. Í ár verður dansað til minningar um Birnu Brjánsdóttur. Í Reykjavík verður dansað í Hörpu, á Akureyri í Hofi, í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, Félagsheimilinu á Hvammstanga, Þekkingarsetrinu Nýheimum á Höfn, Frystiklefanum í Rifi og Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. 

Fjöldi greininga staðfestir kynbundinn launamun

Fjöldi launakannana og rannsókna liðinna ára og áratuga staðfesta að karlar og konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði er staðreynd hér á landi, þótt deilt sé um hve munurinn er mikill.

Kennaranemar kalla eftir aukinni fræðslu um kynjajafnrétti

Kennaranemar við Háskóla Íslands hafa mikinn áhuga á breyta staðalmyndum kynjanna en margir hafa takmarkaða þekkingu á nauðsynlegum hugtökum. Fréttin birtist í Skólavörðunni veftímariti um skóla- og menntamál þann 14. febrúar sl. Áhugi kennaranema við Háskóla Íslands á fræðslu um kynjajafnrétti er hins vegar mjög mikill og 87 prósent þeirra telja að auka þurfi fræðslu um kynjajafnrétti í náminu og yfir 70 prósent hafa mikinn áhuga á að sækja sérstakt námskeið um kynjajafnrétti.

Feðraveldið og loftslagsbreytingar

Hafa loftslagsbreytingar eitthvað með feðraveldið að gera? Þetta er meðal þess sem Dr. Auður H. Ingólfsdóttir mun ræða á jafnréttistorgi (félagsvísindatorgi) í Háskólanum á Akureyri miðvikudaginn 15. febrúar, kl. 12.00-12.50. Jafnréttistorgið er í samstarfi Jafnréttisstofu og Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Allir velkomnir. Í erindinu mun Auður skýra frá því hvernig hún beitti feminískum greiningatækjum við að skoða mótun og framfylgd loftslagsstefnu á Íslandi. Í nýlegri doktorsrannsókn sinni skoðar hún hvaða hindranir koma helst í veg fyrir að tekist sé á við loftslagsvandann og beinir sjónum m.a. að pólitískri orðræðu og þeim gildum sem ráða för við stjórnun náttúruauðlinda. Sérstaklega er horft til með hvaða hætti gildi sem flokka mætti sem karllæg eða kvenlæg hafa áhrif á ákvarðanatöku og hvernig við skynjum tengsl manns og náttúru.