Fréttir

Kynning á rannsókn á aðstæðum erlendra kvenna

Í tilefni af 16 daga átaki bjóða Samtök um kvennaathvarf til hádegisfundar í Þjóðmenningarhúsi, miðvikudaginn 2. desember kl. 12-13. Á fundinum kynnir Hildur Guðmundsdóttir starfskona Kvennaathvarfsins og mannfræðingur rannsókn sína "I don´t know how I ended up here with this man" sem er rannsókn á aðstæðum erlendra kvenna sem leituðu í Kvennaathvarfið á árunum 2007 - 2009.

Viðurkenningar Stígamóta árið 2009

Aðgerðaviðurkenningar og jafnréttisviðurkenningar Stígamóta árið 2009 voru afhentar þann 25. nóvember sl. 

Vegið að jafnrétti kynjanna

Með því að lækka hámarksgreiðslur úr kr. 350.000 í kr. 300.000 aukast líkurnar á því að feður nýti ekki lögbundinn rétti sinn til að taka fæðingarorlof í þrjá mánuði. Boðuð lækkun gengur því gegn markmiðum laga um fæðingar- og foreldraorlof og jafnréttislaga. Börn og feður verða af möguleikanum til samvista á fystu mánuðum barnsins og einnig er hætta á því að mæður detti út af vinnumarkaði til lengri tíma þar sem greiðslurnar verða orðnar það lágar að ekki myndi svara kostnaði fyrir þær að fara aftur að vinna, svo kostnaðarsamt er að hafa ung börn hjá dagforeldrum. Jafnréttisstofa hvetur félagsmálaráðherra til að leita annarra leiða til hagræðingar en að auka svo mjög hættuna á mikilli afturför hvað varðar jafnrétti kynjanna.

Ráðstefnan Kyn og völd

Ráðstefnan Kyn og völd fór fram í Reykjavík 18.-19. nóvember síðastliðinn.  Þátttaka á ráðstefnunni var mjög góð en ráðstefnugestir voru á þriðja hundrað og komu frá öllum Norðurlöndunum.

UNIFEM á Íslandi 20 ára

Afmælishátíðin verður haldin á morgun 25. nóvember í Þjóðleikhúskjallaranum frá kl. 17-19 með fjölbreyttri dagskrá.

Ljósaganga

Ljósaganga í Reykjavík miðvikudaginn 25. nóvember markar upphaf 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi.Gangan hefst kl. 19:00 fyrir framan Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu og lýkur við Sólfarið við Sæbraut.

Höfum áhrif á bæjarsamfélagið!

Jafnréttisnefnd Kópavogs boðar til opins kvennafundar vegna næstu bæjarstjórnarkosninga. Fundurinn fer fram 25. nóvember nk. kl. 20 í Turninum, Smáratorgi, á 20. hæð

Ráðherra boðar kynjakvóta

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að sýni atvinnulífið ekki marktækan árangur í því að breyta kynjahlutföllum í stjórnum fyrirtækja fljótlega upp úr áramótum sé einboðið að setja kvóta til að rétta hlut kvenna. Þetta kom fram í ávarpi hans við setningu norrænnar ráðstefnu um Kyn og völd sem nú stendur yfir í Reykjavík. Ráðherra lýsti vonbrigðum með að ekki hafi tekist að hafa áhrif til góðs á hlutfall kvenna í stjórnum við endurreisn fyrirtækja, þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum og verklagsreglum þar um.

Kyn og völd á Norðurlöndum

Ráðstefna um kyn og völd fer fram á Grand Hótel,Reykjavík 18.-19. nóvember nk.Undanfarið ár hefur stór hópur norrænna fræðimanna unnið hörðum höndum við að safna og greina upplýsingar um valdahlutföll kynjanna, annars vegar í stjórnmálum, hins vegar í atvinnulífinu. Niðurstöður liggja fyrir og verða þær kynntar á ráðstefnunni.

Mansal á Íslandi – viðbrögð?

Málþingið hefst með sýningu á Lilju í Rýminu kl. 15.00. Að henni lokinni, um kl. 17.20 hefjast framsöguerindi í Ketilhúsinu og eftir veitingahlé verða pallborðsumræður frá kl. 18.30.