Fréttir

Nefnd um aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi

Í fréttatilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðuneyti kemur fram að Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd um gerð nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda gegn kynbundnu ofbeldi fyrir árin 2011-2015. Gildandi aðgerðaáætlun var samþykkt árið 2006 og hefur meginþungi hennar falist í viðamiklum rannsóknum á eðli og umfangi ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Ný stofnun SÞ um konur og kynjajafnrétti

Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að koma á fót nýrri stofnun UN Women eða SÞ konur, stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað þetta einróma á fundi föstudaginn 2. júlí 2010. Með þessari ákvörðun verður til ein öflug stofnun innan SÞ sem fjallar um málefni kvenna og kynjajafnrétti.

Börnin eru enn á ábyrgð kvenna

Nýútkomin ársskýrsla Tryggingastofnunar ríkisins leiðir margt forvitnilegt í ljós. Sem dæmi má nefna að á síðastliðnu ári voru konur 96% þeirra sem fengu mæðra – eða feðralaun, 2.200 manns fengu greiðslur vegna fatlaðra eða langveikra barna, 285 karlar og 1.915 konur. Hundrað áttatíu og átta konur fengu barnalífeyri vegna ófeðraðra barna en margfalt fleiri konur eru skráðar með börn á framfæri og þurfa að leita sér aðstoðar opinberra aðila en karlar.