Fréttir

Ísland í fyrsta sæti í alþjóðlegri úttekt á kynjajafnrétti

Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) hefur gefið út árlega skýrslu um stöðu kynjajafnréttis í heiminum. Ísland er nú í efsta sæti þessarar úttektar Alþjóðaefnahagsráðsins á jafnrétti kynjanna en þetta er í fjórða árið í röð sem Ísland skipar sér í efsta sæti jafnréttislistans. Lagt er mat á stöðuna á fjórum sviðum, þ.e. út frá aðgengi að heilbrigðis- og félagsþjónustu, aðgengi að menntun, þátttöku í stjórnmálum og efnahagslegri stöðu þar sem horft er til atvinnuþátttöku, launajafnréttis, heildaratvinnutekna og hlutfalls kynja meðal stjórnenda og sérfræðinga.

Grunnskólarnir á Akureyri í fararbroddi þegar kemur að jafnréttisáætlunum

Akureyrarbær hefur í gegnum sína jafnréttisstefnu og með ötulu starfi Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur framkvæmdastjóra Samfélags- og mannréttindadeildar bæjarins komið því til leiðar að allir grunnskólar bæjarins hafa sett sér aðgerðabundnar jafnréttisáætlanir. Skólarnir skila jafnréttisáætlununum inn til Samfélags- og mannréttindaráðs sem tekur þær til umfjöllunar. 

Þekking í þágu jafnréttis

Forsætisráðherra afhendir styrki úr Jafnréttissjóði á Kvennafrídaginn miðvikudaginn, 24. október nk. Styrkirnir verða afhentir við athöfn í Rímu á jarðhæð Hörpu kl. 15. Dagskráin hefst með málþingi um niðurstöður þeirra rannsóknarverkefna sem hlutu styrk úr sjóðnum árið 2008. Jafnframt mun velferðarráðherra kynna nýja framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarnarinnar um launajafnrétti kynja. 

Látum verkin tala – burt með launamisrétti kynjanna!

Jafnréttisstofa býður til opins hádegisfundar á kvennafrídaginn 24. október þar sem erindi og umræður um kynbundið launamisrétti munu fara fram. Fundurinn verður haldinn á Hótel Kea og hefst hann kl. 12.  Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri munu flytja erindi og mun Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri sjá um fundarstjórn.

Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Í nóvember 2011 fól ríkisstjórnin verkefnisstjórn með fulltrúum úr innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti að undirbúa vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum í samræmi við ákvæði í samningnum. Alþingi veitir fjármagn í þessa vitundarvakningu sem beinist að börnum, fólki sem starfar með börnum og réttarvörslukerfinu. 

Kynjasamþætting í 15 ár

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir fundaröð veturinn 2012-2013 og er fyrsti fundurinn haldinn í samstarfi við EDDU öndvegissetur. Fundurinn ber yfirskriftina Kynjasamþætting í 15 ár: Alþjóðleg viðhorf og stefna Evrópusambandsins og fer fram föstudaginn 19.október kl. 12-13:15 í Odda 201.

Jafnréttisfræðsla hjá Reykjavíkurborg

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og Skóla- og frístundasvið með stuðningi Jafnréttisstofu hafa tekið höndum saman um jafnréttisfræðslu fyrir kennara í leik- og grunnskólum og starfsfólk í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum borgarinnar.  Fræðslan er mikilvæg í ljósi þess að í nýrri aðalnámskrá grunnskóla er jafnrétti ein af grunnstoðum menntunar. Auk þess er tilgreint í jafnréttislögum, sbr. 23. grein, að á öllum skólastigum skuli nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. sé lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem fjölskyldu- og atvinnulífi. Einnig segir í sömu grein að kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi.

Klám: Löggjöf, kynferði, (ó)menning, sjálfsmynd og nánd

Innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti, í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands, efna til ráðstefnu um klám þann 16. október nk. í hátíðarsal Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni verður fjallað um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og því velt upp hvert hlutverk löggjafans og stjórnvalda er í þeim efnum og hvernig skilgreina eigi klám.