Fréttir

Mælaborð tengd jafnréttismálum

Inn á vef Stjórnarráðs Íslands má finna fjölbreytt mælaborð ráðuneyta og stofnana. Þar eru nokkur mælaborð sem tengjast jafnréttismálum og er stuttlega fjallað um þau hér:

Landsfundur sveitarfélaganna heppnaðist vel

Fyrir viku síðan fór landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga fram og var hann rafrænn að þessu sinni. Níutíu og tveir einstaklingar sóttu fundinn og var mæting því mjög góð. Dagskráin var fjölbreytt og höfðaði til breiðs hóps.

Jafnréttis- og kynjafræðsla í skólum

Undanfarið hefur verið fjallað um mikilvægi þess að kenna jafnréttis- og kynjafræði á öllum skólastigum og er það í samræmi við gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til árlegs fundar um jafnréttismál sveitarfélaga fimmtudaginn 14. október næstkomandi. Fundurinn verður rafrænn að þessu sinni og mun standa frá kl. 9-11. Meðal efnis á fundinum eru málefni sem varða skóla- og frístundastarf sem og jafnlaunamál sveitarfélaga. Hvetjum stjórnendur sveitarfélaga, kjörna fulltrúa og alla þá aðila sem hafa með jafnréttismál, fræðslumál og launamál að gera hjá sveitarfélögum að skrá sig á landsfundinn.