Mælaborð tengd jafnréttismálum

Inn á vef Stjórnarráðs Íslands má finna fjölbreytt mælaborð ráðuneyta og stofnana.
Þar eru nokkur mælaborð sem tengjast jafnréttismálum og er stuttlega fjallað um þau hér:

Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020-2023

Áætlunin samanstendur af 29 aðgerðum sem skiptast í sex flokka. Mælaborðið sýnir framgang aðgerðanna 29 á myndrænan hátt. Nánar hér.

Áætlun um aðgerðir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni 2021-2025.

Áætluninni fylgja 26 aðgerðir sem eru brotnar niður í sex meginþætti. Nánar um framgang aðgerðanna hér.

Tekjusagan

Tekjusagan er gagnvirkt tæki stjórnvalda sem gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa yfir tímabil sem spannar um aldarfjórðung. Tekjusögunni er skipt í þrennt og má þar sérstaklega benda á hlutann Kyn og menntun sem sýnir þróun tekna eftir kyni, hjúskaparstöðu og menntun. Nánar hér.

Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun

Mælaborðið gerir á myndrænan hátt grein fyrir stöðu allra 169 undirmarkmiða heimsmarkmiðanna á Íslandi. Flokkur fimm í Heimsmarkmiðunum fjallar um jafnrétti kynjanna en einnig fléttast jafnrétti inn í marga aðra flokka. Nánar hér.