Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til árlegs fundar um jafnréttismál sveitarfélaga fimmtudaginn 14. október næstkomandi. Fundurinn verður rafrænn að þessu sinni og mun standa frá kl. 9-11.

Meðal efnis á fundinum eru málefni sem varða skóla- og frístundastarf sem og jafnlaunamál sveitarfélaga.

Hvetjum stjórnendur sveitarfélaga, kjörna fulltrúa og alla þá aðila sem hafa með jafnréttismál, fræðslumál og launamál að gera hjá sveitarfélögum að skrá sig á landsfundinn.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á fundinn hér.

Nánari upplýsingar um landsfundinn má nálgast hér