Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Landsfundur 2021

Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til árlegs fundar um jafnréttismál sveitarfélaga fimmtudaginn 14. október næstkomandi. Fundurinn verður rafrænn að þessu sinni og mun standa frá kl. 9-11.

Dagskrá

Ný jafnréttislöggjöf (lög nr. 150/2020 og 151/2020).

Fjallað verður almennt um lögin og helstu breytingar á þeim.

Ný jafnréttislöggjöf og áhrif hennar á sveitarfélög.

Sérstaklega verður rætt um áætlanir sveitarfélaga um jafnréttismál og ákvæði um menntun og skólastarf.

Þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, 2021-2025

Farið verður yfir mikilvægt hlutverk Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaganna í tengslum við skólastarf, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, íþrótta- og æskulýðsstarf og annað tómstundastarf.

Hvað er að gerast í jafnlaunamálum sveitarfélaganna?

Hvað er efst á baugi? Hver er staða jafnlaunavottunar o.fl.

Atvinnuþátttaka og tekjumunur eftir búsetu.

Kynning á verkefni í Byggðaáætlun 2018-2024.

 

Skráning á fundinn