Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Landsfundur 2021

Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til árlegs fundar um jafnréttismál sveitarfélaga fimmtudaginn 14. október næstkomandi. Fundurinn verður rafrænn að þessu sinni og mun standa frá kl. 9-11.

Dagskrá

Ný jafnréttislöggjöf (lög nr. 150/2020 og 151/2020)

Jón Fannar Kolbeinsson lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu fjallar almennt um lögin og helstu breytingar á þeim ásamt því að fara yfir þær kröfur sem gerðar eru til áætlana sveitarfélaga um jafnréttismál.

 

Menntun og skólastarf

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu fjallar um áherslur í menntun og

skólastarfi og eftirlit Jafnréttisstofu.

 

Ingibjörg Ólafsdóttir jafnréttisráðgjafi hjá menntamálaráðuneytinu fjallar um eftirfylgni með jafnrétti

kynjanna og þróun jafnréttismála í skóla- og uppeldisstarfi.

 

Þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og

áreitni, 2021-2025

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hjalti Ómar Ágústsson

sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu kynna verkefnið og fara sérstaklega yfir mikilvægt hlutverk

sveitarfélaganna.

 

Jafnlaunastofa Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar

Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri á mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar kynnir fyrirhugaða starfseiningu um jafnlaunamál og hlutverk hennar gagnvart sveitarfélögunum.

 

Atvinnuþátttaka og tekjumunur eftir búsetu

Erla Hrönn Unnsteinsdóttir meistaranemi í kynjafræðum og Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur hjá

Jafnréttisstofu kynna frumniðurstöður úr verkefni sem unnið er samkvæmt Byggðaáætlun.