Fréttir

Ráðstefna um kynjaða fjárlagagerð

Kynjuð fjárlagagerð er flestum framandi hugtak enn sem komið er og á ráðstefnunni verður leitast við að skýra út hugmyndafræðina og aðferðirnar sem hún byggir á. Meðal annars verður skoðað hvaða áhrif ákvarðanir um ríkisútgjöld hafa á kynin. Ráðstefnan fer fram á Hótel Nordica, 13 nóvember.

Morgunverðarfundur um aðgerðir gegn mansali

Utanríkisráðuneytið í samvinnu við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um hina alþjóðlegu baráttu gegn mansali föstudaginn 30. október 2009 í tilefni af komu Evu Biaudet mansalsfulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til Íslands. Morgunverðarfundurinn er haldinn í gyllta salnum á Hótel Borg kl. 9:00 og lýkur eigi síðar en kl. 11:00. Fundurinn fer fram á ensku, er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Tillögur starfshóps um aukinn hlut kvenna í sveitarstjórnum

Starfshópur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynja í sveitarstjórnum leggur meðal annars til að ráðuneytið skipuleggi hvatningarátak, boði til samráðs við stjórnmálaflokka um fjölgun kvenna og að framboðslisti verði aðeins heimilaður að hlutfall kynja sé jafnt.

Hádegisverðarfundur á Akureyri í tilefni kvennafrídagsins

Í tilefni af kvennafrídeginum 24. október bjóða Akureyrarbær og Jafnréttisstofa til hádegisverðarfundar á Hótel Kea föstudaginn, 23. október.

Fjölgum konum í forystu atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins telja bæði nauðsynlegt og skynsamlegt að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs og hvetja því fyrirtæki til að nýta betur kraft kvenna.

Kannanir um ofbeldi gegn konum í nánum samböndum

Góð mæting var á kynningarfund um niðurstöður kannana hjá félagsþjónustu/barnavernd og grunnskólum um ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum sem fór fram í Iðnó í gær.

Nýtt Jafnréttisráð skipað

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð og er Þórhildur Þorleifsdóttir formaður þess. Hlutverk Jafnréttisráðs er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla á vinnumarkaði, veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur til félags- og tryggingamálaráðherra um aðgerðir á þessu sviði.

Undirritun Evrópusáttmála um jafna stöðu karla og kvenna í sveitarfélögum og héruðum

Eitt sveitarfélag bætist í hóp þeirra sveitarfélaga sem hafa undirritað Evrópusáttmála um jafna stöðu karla og kvenna í sveitarfélögum og héruðum.

Foreldraorlof - umönnunarstefna og staða kynjanna á Norðurlöndum

Á ráðstefnunni verður kynnt samnorræn rannsókn sem hafin er á umönnunarstefnu, kynjajafnrétti og líðan barna. Í rannsókninni er meðal annars leitað svara við því hvernig fæðingarorlofsréttur er nýttur og hvaða áhrif það hefur á samband foreldra og barna og stöðu kynja á vinnumarkaði.

Staða kynjanna í kreppunni

Erindið sem nefnist ,,Staða kynjanna í kreppunni - samtal um jafnréttismál" er hluti af fyrirlestrarröð akademíunnar 2009 til 2010. Að erindi loknu er boðið upp á samtal yfir kaffibolla. Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis.Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra skipaði, í ársbyrjun 2009, vinnuhóp um áhrif efnahagsbreytinga á stöðu kynjanna. Vinnuhópurinn skilaði áfangaskýrslu í lok mars þar sem tilgreindir eru málaflokkar og svið sem sérstaklega þarf að gaumgæfa.Í erindi sínu mun Tryggvi gera grein fyrir niðurstöðum vinnuhópsins og kynna aðferðafræði kynjasamþættingar með áherslu á afleiðingar kreppunnar.