Staða kynjanna í kreppunni

Erindið sem nefnist ,,Staða kynjanna í kreppunni - samtal um jafnréttismál" er hluti af fyrirlestrarröð akademíunnar 2009 til 2010. Að erindi loknu er boðið upp á samtal yfir kaffibolla. Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra skipaði, í ársbyrjun 2009, vinnuhóp um áhrif efnahagsbreytinga á stöðu kynjanna. Vinnuhópurinn skilaði áfangaskýrslu í lok mars þar sem tilgreindir eru málaflokkar og svið sem sérstaklega þarf að gaumgæfa.

Í erindi sínu mun Tryggvi gera grein fyrir niðurstöðum vinnuhópsins og kynna aðferðafræði kynjasamþættingar með áherslu á afleiðingar kreppunnar.