Hádegisverðarfundur á Akureyri í tilefni kvennafrídagsins

Í tilefni af kvennafrídeginum 24. október
bjóða Akureyrarbær og Jafnréttisstofa
til hádegisverðarfundar á Hótel Kea föstudaginn, 23. október.Á fundinum verður fjallað um jafnréttismál á Akureyri með sérstakri áherslu á jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum.
Fundurinn hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 13:30 og er öllum opinn.

Dagskrá fundarins:

12:00 Fundur settur - Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar.
 
12:10 Jafnréttismál á Akureyri - Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri.

12:25 Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum -Arnfríður Aðalsteinsdóttir, verkefnisstjóri á 
Jafnréttisstofu.

12:40 Jafnrétti kynjanna, náms- og starfsfræðsla - Guðrún Brynja Sigurðardóttir, kennari í Lundarskóla.

12:55 Það læra börnin sem fyrir þeim er haft - Helga María Þórarinsdóttir, leikskólakennari í Lundarseli.

13:10 Umræður.

13:30 Fundarlok.

Boðið verður upp á kaffi og samlokur