Fréttir

Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til umræðu

Í félags- og tryggingamálaráðuneyti er nú unnið að undirbúningi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum eins og kynnt var á nýliðnu jafnréttisþingi. Fyrir þingið var lagt vinnuskjal, merkt umræðugrundvöllur, sem lýsti helstu áherslum í væntanlegri tillögu. Áhugasamir geta lagt sitt af mörkum við gerð tillögunnar og sent ráðuneytinu ábendingar á Netinu. Frestur til að skila inn ábendingum rennur út 10. febrúar.

Fræðirit um fæðingarorlof á Íslandi

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur í samvinnu við félags- og tryggingamálaráðuneytið gefið út fræðirit á ensku um fæðingarorlof á Íslandi. Bókin sem heitir Equal Rights to Earn and Care – Parental Leave in Iceland var skrifuð í tilefni fundar sem haldinn var á Íslandi í október síðastliðnum um þetta efni.

Jafnréttistorg í Háskólanum á Akureyri þriðjudaginn 27. janúar

Á undanförnum árum hafa iðulega risið deilur um að hve miklu leyti stjórnvöld geti sjálf ákveðið hvaða sjónarmið liggja til grundvallar ákvörðunum um val á milli umsækjenda um opinberar stöður. Í erindi sínu á Jafnréttistorgi mun Ástráður Haraldsson hrl. ræða um álitaefni sem þessu tengjast í ljósi dómafordæma og álita Umboðsmanns Alþingis.

Karlar enn við stjórnvölinn

Karlar eru enn við stjórnvölinn á Íslandi í mun ríkara mæli en konur, en hlutur kvenna fer þó vaxandi í ýmsum áhrifastöðum en stendur í stað eða minnkar í öðrum. Þetta kemur fram í Hagtíðindum, sem Hagstofan gefur út, um konur og karla í áhrifastöðum 2008.

Heimsókn á Jafnréttisstofu

Síðastliðinn mánudag kom þingflokkur Vinstri grænna í heimsókn á Jafnréttisstofu.

Stöndum vörð um allar heimsins konur

Jafnréttisstofa hefur gefið út dagatal í tilefni 30 ára afmælis samnings um afnám allrar mismunar gagnvart konum eða Kvennasáttmálans sem var samþykktur af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 18.desember 1979.

Fjölsótt jafnréttisþing

Hátt í fimm hundruð manns eru skráð á jafnréttisþing, sem hófst á Hótel Nordica í morgun. Félags- og tryggingamálaráðherra boðaði til þingsins í samræmi við ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kynjakvótar, bann við kaupum á vændi og lög um hlutfall kynjanna í stjórnum fyrirtækja er á meðal þess sem rætt hefur verið þinginu.

Fjölmennt á bókakynningu Jafnréttisstofu

Síðastliðinn miðvikudag efndi Jafnréttisstofa til kynningar fyrir fagfólk við Eyjafjörð á nýútgefnum fræðsluritum Ingólfs V. Gíslasonar um ofbeldi í nánum samböndum. 

Boð á jafnréttisþing 16. janúar 2009

Í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 16. janúar næstkomandi að Hótel Nordica klukkan 9 til 17.

Ofbeldi í nánum samböndum

Jafnréttisstofa stendur fyrir kynningu á bókinni Ofbeldi í nánum samböndum eftir Ingólf V. Gíslason í Háskólanum á Akureyri í dag, 7. janúar. Kynningin fer fram í stofu L201 kl. 15.00 .