Fréttir

Nýr umboðsmaður gegn mismunun í Svíþjóð

Nýr umboðsmaður gegn mismunun tók til starfa í Svíþjóð nú í byrjun ársins. Þar með voru sameinuð embætti fjögurra umboðsmanna sem áður voru starfrækt á sviði jafnréttis kynjanna og mismununar vegna uppruna, fötlunar og kynhneigðar.