Nýr umboðsmaður gegn mismunun í Svíþjóð

Nýr umboðsmaður gegn mismunun tók til starfa í Svíþjóð nú í byrjun ársins. Þar með voru sameinuð embætti fjögurra umboðsmanna sem áður voru starfrækt á sviði jafnréttis kynjanna og mismununar vegna uppruna, fötlunar og kynhneigðar.Jafnframt tóku gildi 1. janúar 2009 ný lög gegn mismunun, sem koma í staðinn fyrir fyrri jafnréttislög og sex önnur lög gegn mismunun. Nýju lögin ná yfir mismunun vegna kynferðis, uppruna, fötlunar og kynhneigðar. Þá hefur verið bætt við tveimur nýjum málaflokkum, sem eru mismunun vegna aldurs og mismunun gagnvart transgender fólki.

Nýr umboðsmaður gegn mismunun í Svíþjóð heitir Katri Linna, en hún var áður umboðsmaður gegn mismunun vegna uppruna. Heimasíðu nýja umboðsmannsins má finna hér.