Fréttir

Jafnrétti kynjanna í skólum og lögum

Það eru 2000 færri konur en karlar í Færeyjum. Konur fluttu ekki til baka eftir kreppuna á tíunda áratug síðustu aldar. Hvers vegna og hvernig er hægt að fá þær heim? Það er spurning sem færeysk stjórnvöld glíma við. Þetta kom fram á tveggja daga námstefnu sem íslensk stjórnvöld stóðu fyrir í Færeyjum 3.-4. júní og var hún hluti af formennskuáætlun Íslands í jafnréttismálum en Ísland stýrir nú starfi Norrænu ráðherranefndarinnar.

Góð þátttaka í Kvennasögugöngu

Konur og karlar fjölmenntu í Kvennasögugöngu um innbæinn á Akureyri þann 19. júní síðastliðinn en um hundrað manns tóku þátt í göngunni.

Til hamingju með daginn!

Í dag eru liðin 94 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895. Í tilefni dagsins er boðið upp á fjölbreytta dagskrá.

Konur á rauðum sokkum

Heimildamyndin „Konur á rauðum sokkum“ verður sýnd í Regnboganum 19. júní. Þessi fróðlega og skemmtilega mynd Höllu Kristínar Einarsdóttur um rauðsokkahreyfinguna hlaut áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni nýlega.

Kvennasöguganga um innbæinn á Akureyri

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895. Í ár eru liðin 94 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Í tilefni dagsins verður boðið upp á Kvennasögugöngu um innbæinn á Akureyri. Gengið verður frá Samkomuhúsinu kl.16.15 og mun Elín Antonsdóttir leiða gönguna.

Ráðstefna evrópskra kvenlögfræðinga 3.-4. júlí

Árleg ráðstefna evrópskra kvenlögfræðinga (EWLA) verður haldin í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík 3. og 4. júlí næstkomandi.Þema ráðstefnunnar í ár er Mannréttindi og fjármálamarkaðir og aðalfyrirlesari er Eva Joly norsk/franski dómarinn sem íslensk stjórnvöld hafa fengið sem ráðgjafa.

Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum

Í haust verður haldin hér á landi ráðstefna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttisstarf í skólum. Ráðstefnan er samstarfsverkefni félags- og tryggingamálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins og verður haldin dagana 21. og 22. september á Grand Hótel. Á ráðstefnunni verða fyrirmyndarverkefni frá öllum Norðurlöndunum kynnt og farið yfir stöðu mála í Evrópu á svið jafnréttisstarfs í skólum. Ráðstefnan hefst að kvöldi 21. september, hún fer fram á skandinavísku og verður túlkuð.

Teikni- og ljóðasamkeppni

Jafnréttisstofa og Eymundsson stóðu fyrir teikni- og ljóðasamkeppni á vordögum og var þátttaka mjög góð. 

Nýr úrskurður kærunefndar jafnréttismála

Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað í máli gegn Landsspítala - Háskólasjúkrahúsi, en kærandi var kona sem sótti um stöðu sérfræðilæknis. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla að ræða.

Fylgjum hjartanu, sameinumst í fjölbreytninni!

Þann 9. júní nk. kynna Mannréttindaskrifstofa Íslands og félags- og tryggingamálaráðuneytið niðurstöður könnunar á viðhorfum almennings til mismununar á Íslandi og ýta átaki gegn mismunun Fylgdu hjartanu, sameinumst í fjölbreytninni! formlega úr vör. Kynningin fer fram í Hringborðsstofu, Þjóðmenningarhúsi, kl. 14. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Félags- og tryggingamálaráðherra, Árni Páll Árnason, tekur til máls ásamt fulltrúum Mannréttindaskrifstofu Íslands og Capacent Gallup.