Konur á rauðum sokkum

Heimildamyndin „Konur á rauðum sokkum“ verður sýnd í Regnboganum 19. júní. Þessi fróðlega og skemmtilega mynd Höllu Kristínar Einarsdóttur um rauðsokkahreyfinguna hlaut áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni nýlega. Myndin byggist á viðtölum þeirra Höllu og Fríðu Rósar Valdimarsdóttur við um 20 konur sem tóku þátt í kvennabaráttunni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, og er einn afrakstur verkefnisins Minningar úr kvennabaráttunni 1965–1980 sem Miðstöð munnlegrar sögu stendur að.

Sýning myndarinnar hefst kl. 20.00. Líklegt er að fleiri sýningar verði á myndinni í Regnboganum.