Góð þátttaka í Kvennasögugöngu

Konur og karlar fjölmenntu í Kvennasögugöngu um innbæinn á Akureyri þann 19. júní síðastliðinn en um hundrað manns tóku þátt í göngunni.Jafnréttisstofa , Akureyrarbær, Minjasafnið á Akureyri og Zonta-klúbbarnir á Akureyri stóðu fyrir göngunni og þótti hún mjög fróðleg. 

Kristín Sigfúsdóttir ávarpaði göngugesti við upphaf göngunnar og síðan var haldið af stað inn innbæinn undir leiðsögn Elínar Antonsdóttur.