Fréttir

Baráttuherferð UN Women

Í gær 26.júní var hleypt af stokkunum herferðinni „Empower Women – Empower Humanity: Picture it“ (sem mætti þýða: Valdeflum konur – valdeflum mannkyn: Sýndu í orðum og myndum) í tilefni af því að næsta ár verða 20 ár liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking 1995. Í Peking var samþykkt stórmerk ályktun og aðgerðaáætlun – Pekingsáttmálinn - sem 189 ríki hafa staðfest. Sáttmálinn er í 12 köflum sem spanna allt frá fátækt kvenna til réttinda stúlkubarnsins og umhverfismála. Það blésu vindar mannréttinda og frjálslyndis árið 1995 og þess vegna er Pekingsáttmálinn ótrúlega framsýnn og viðamikill. Undanfarin ár hefur verið að honum sótt af bókstafstrúarmönnum og íhaldsöflum þar sem Vatíkanið í Róm fer fremst í flokki ásamt ríkjum þar sem Íslam ræður ríkjum. Vegna þessarar andstöðu hefur ekki verið vilji til að kalla saman nýja kvennaráðstefnu, fólk hefur óttast að textar yrðu teknir upp að nýju og réttindi kvenna þar með skert. 

Saman um jafnrétti í 40 ár

Þann 26. ágúst næstkomandi býður Eygló Harðardóttir, félags- húsnæðis- og samstarfsráðherra Norðurlanda ásamt Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar til ráðstefnu í Hörpu þar sem haldið verður uppá fjörtíu ára afmæli samstarfs Norðurlandanna á sviði Jafnréttismála. Ráðstefnan er einn af aðalviðburðum á formennskuári Íslands í Norræna ráðherranefndinni árið 2014.

Mjög góð mæting í kvennasögugöngu og kvikmyndahús á Akureyri

Kvennasöguganga Jafnréttisstofu og samstarfsaðila á kvenréttindadaginn var mjög vel sótt í ár en 100 manns tóku þátt að þessu sinni. Gengið var í annað sinn um Oddeyrina og fræðst um líf og störf kvenna, en konur á eyrinni tóku virkan þátt í atvinnulífinu og sáu um ýmiskonar rekstur um aldarmótin 1900 og fram á miðja 20. öld. Guðfinna Hallgrímsdóttir og Hallgrímur Skaptason leiddu gönguna og vörpuðu ljósi á líf kvenna og ýmsar uppákomur, hefðir og venjur sem ríktu á eyrinni.

Kvennasöguganga í Hafnarfirði

Í kvöld, 19. júní - mun Byggðasafn Hafnarfjarðar standa að sérstakri sumargöngu þar sem gengið verður á slóðir kvenna sem settu svip sinn á sögu bæjarins. Gengið verður frá Pakkhúsinu Vesturgötu 6-8 og hefst gangan kl. 20:00  

Hátíðardagskrá 19. júní 2014

Í ár eru liðin 99 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895.  Í tilefni kvenréttindadagsins í ár er boðið upp á dagskrá á Akureyri og í Reykjavík sem er öllum opin og aðgangur ókeypis.

Ráðstefna um karla og karlmennskurannsóknir

Dagana 4.-6. júní fór fram alþjóðleg ráðstefna um karla og karlmennskurannsóknir í Háskóla Íslands. Ráðstefnan, sem var afar vel sótt,  var skipulögð af NFMM - Norrænu netverki um karlarannsóknir, Jafnréttisstofu, RIKK - Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og MARK - Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna. Ráðstefnan er sú þriðja í röðinni í Norrænu samstarfi um karla- og karlmennsku og einn stærsti viðburðurinn á sviði jafnréttismála á formennskuári Íslands í Norræna ráðherraráðinu, árið 2014.