Fréttir

Fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð samþykkt í ríkisstjórn

Fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð var samþykkt í ríkisstjórn sl. föstudag. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur haft forystu um gerð áætlunarinnar í samráði við ráðherra jafnréttismála.

Opið á Jafnréttisstofu eftir klukkan 14:55 í dag

Strákarnir á Jafnréttisstofu standa vaktina í dag eftir klukkan 14:55 þegar konurnar á vinnustaðnum ganga út. Opnunartími stofnunarinnar verður því með hefðbundnu sniði.

Kvennafrí 2018 - Baráttufundir um allt land

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

Þú átt VON - Vitundarvakning um heimilisofbeldi

Þú átt VON er vitundarvakning á vegum Jafnréttisstofu um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Í henni er bent á fjölbreyttan stuðning og aðstoð sem er í boði og þolendur hvattir til að hringja í 112 til að leita sér hjálpar og finna það úrræði sem hentar best.

Streymi af ráðstefnunni Gerum betur!

Streymt verður af ráðstefnunni Gerum betur - áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir sem verður á Hotel Natura á morgunn.

Dagskrá ráðstefnunnar Gerum betur!

Ráðstefna um samvinnu í heimilisofbeldismálum verður haldin þann 18. október 2018 á Icelandair hótel Reykjavík Natura kl. 10.00–16.00. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og almenningi sem vill láta sig málefnið varða.

Gerum betur! Áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál

Ráðstefna um samvinnu í heimilisofbeldismálum verður haldin þann 18. október 2018 á Icelandair hótel Reykjavík Natura kl. 10.00–16.00. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og almenningi sem vill láta sig málefnið varða.

Rýmri tímafrestur fyrirtækja og stofnana til að öðlast jafnlaunavottun

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að nýta heimild sína samkvæmt lögum sem gerir honum kleift að lengja frest fyrirtækja og stofnana til að öðlast jafnlaunavottun um 12 mánuði.