Fréttir

Jafnréttissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Jafnréttissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis. Í samræmi við hlutverk sjóðsins verða veittir styrkir til rannsókna sem tengjast jafnréttismálum.

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn 14. september nk. á Akranesi. Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða helstu þætti jafnréttisstarfsins og kynna sér hvað er efst á baugi í öðrum sveitarfélögum.

Upplýsingar um ESB og jafnréttismál á heimasíðu Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa hefur tekið saman yfirlit um jafnrétti kynjanna og Evrópusambandið. Í samantektinni er að finna upplýsingar um helstu áherslur Evrópusambandsins, stöðu jafnréttismála innan ESB, lagaramma ESB í jafnréttismálum, stofnanir og sjóði. Einnig er að finna upplýsingar um íslensk Evrópuverkefni og tilskipanir ESB sem Ísland hefur innleitt.