Fréttir

Samnorræn jafnlaunavottun

Norræna velferðarnefndin vinnur að því að koma á fót samnorrænni jafnlaunavottun að íslenskri fyrirmynd sem ætlað er að loka launabilinu milli kvenna og karla. Munurinn mælist nú að jafnaði um 15% á Norðurlöndunum. Nefndin fundaði á Akureyri í gær og heimsótti m.a. Jafnréttisstofu.

Félags- og jafnréttismálaráðherra í heimsókn

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, heimsótti Jafnréttisstofu í vikunni, ásamt Sóleyju Ragnarsdóttur, aðstoðarmanni sínum. Starfsfólk átti góða stund með ráðherra þar sem meðal annars var rætt það helsta sem er á döfinni í jafnréttismálum og verkefni Jafnréttisstofu, þau sem eru í vinnslu og einnig tilvonandi verkefni á komandi misserum.

Bæklingur um áreitni á þremur tungumálum

Allt launafólk á rétt á því að njóta skilyrðislausrar verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustað. Mikilvægt er að allir starfsmenn þekki sín réttindi. Nú er kominn út bækling á íslensku, ensku og pólsku þar sem farið er yfir rétt starfsfólks þegar kemur að kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Að bæklingnum standa ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. Íslensk útgáfa bæklingsins var fyrst gefin út á alþjóðlegum baráttudegi kvenna árið 2016. Hann er nú endurútgefinn auk þess sem hann hefur verið þýddur á ensku og pólsku.