Fréttir

Hlutfall hvors kyns skal vera minnst 40%

Að undanförnu hafa orðið töluverðar umræður um hlut kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja á Íslandi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja og sem stjórnendur er afar lágt. Samkvæmt nýlegri könnun Hagstofunnar eru karlar níu af hverjum tíu framkvæmdastjórum, stjórnarformönnum og stjórnarmönnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri. Þar segir einnig að á tímabilinu 1999–2007 hafi kynjaskipting stjórnarmanna og stjórnarformanna nánast verið sú sama, 20% konur og 80% karlar.

Launamunur kynjanna á almennum vinnumarkaði 2000-2007

Út er komið hagtíðindaheftið Launamunur kynjanna á almennum vinnumarkaði 2000–2007. Í því er greint frá helstu niðurstöðum úr rannsókn á launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði. Rannsókn Hagstofunnar nær einungis til hins almenna vinnumarkaðs og er því ekki sambærileg við aðrar launakannanir. Óútskýrður launamunur milli kynjanna er minni hér en í öðrum launakönnunum sem skýrist af því að hér eru mjög margar skýringabreytur notaðar.

Vodafone mun hætta sölu á klámi

Fyrirtækið Vodafone hefur ákveðið að hætta sölu á klámi í gegnum vefgátt fyrir farsíma, Vodafone live og leigu myndefnisins í sjónvarpi Vodafone.

Öskudagur skýr og fagur á Akureyri

Það eru fáir dagar sem setja jafn mikinn svip á bæjarlífið á Akureyri og öskudagur. Sjaldan hafa eins mörg lið sungið fyrir okkur á Jafnréttisstofu og greinilegt að sú skemmtilega hefð að æfa söng og setja saman frumlega búninga er ekki á undanhaldi hér í bæ. 

Ályktun Jafnréttisráðs um hlutdeild kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs

Jafnréttisráð hefur sent frá sér ályktun um hlutdeild kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs þar sem skorað er á Félag kvenna í atvinnurekstri, Viðskipatráð Íslands og Samtök atvinnulífsins að beita áhrifum sínum til þess að ná sem fyrst fram markmiðum sínum um 40% hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja.

Kynningarkvöld fyrir konur um stjórnmál

Fimmtudagskvöldið, 28. janúar var haldið kynningarkvöld fyrir konur um stjórnmál í sal stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík.

1979 & 1995: Tímamót í réttindabaráttu kvenna

Sigríður Lillý Baldursdóttir og Brynhildur Flóvenz ræða um tvö af stærri tímamótum í réttindabaráttu kvenna: Kvennaráðstefnuna í Peking 1995 og Kvennasáttmála Sameinuðu Þjóðanna á Unifem umræðum laugardaginn 6. febrúar kl. 13:00 í húsnæði Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna að Laugarvegi 42. Fundurinn stendur í klukkutíma, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Málþing um kyn og loftslagsbreytingar

Föstudaginn 5. febrúar verður málþingið Kyn og loftslagsbreytingar haldið í Háskóla Íslands, stofu 101 Lögbergi, kl. 14.30-16.45.

Kvenfélagasamband Íslands fagnar 80 ára afmæli

Kvenfélagasamband Íslands fagnar 80 ára afmæli sínu í dag 1. febrúar. Félagið var stofnað árið 1930 sem sameiningar- og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu sem þá þegar voru orðin fjölmörg.