Ályktun Jafnréttisráðs um hlutdeild kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs

Jafnréttisráð hefur sent frá sér ályktun um hlutdeild kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs þar sem skorað er á Félag kvenna í atvinnurekstri, Viðskipatráð Íslands og Samtök atvinnulífsins að beita áhrifum sínum til þess að ná sem fyrst fram markmiðum sínum um 40% hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja. Ályktun Jafnréttisráðs um hlutdeild kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs:

Félag kvenna í atvinnurekstri, Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu samstarfssamning þann 15.maí 2009. Markmið hans er að hlutfall hvors kyns í forystusveit íslensks atvinnulífs verði sem næst 40% í árslok 2013. Samningsaðilar hafa undirstrikað nauðsyn þess að þetta markmið náist, enda benda reynsla og kannanir til þess að það sé farsælast. Fulltrúar allra stjórnmálaafla sem eiga fulltrúa á Alþingi skrifa undir samninginn og lýsa þannig stuðningi við markmið hans.

Nú fer sá árstími í hönd þar sem gera má bragarbót. Aðalfundir framundan og því kjörið tækifæri til breytinga. Jafnt kynjahlutfall í stjórn íslensks atvinnulífs er mikilvægt skref í átt til jafnréttis og atvinnulífi landsins til heilla.

Jafnréttisráð skorar því á alla sem undirrituðu samstarfssamninginn að beita áhrifum sínum til að markmið samningsins náist sem fyrst.

Fyrir hönd jafnréttisráðs
Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður