Fréttir

Samstarfsyfirlýsing um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra, Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra kynntu í dag áform um aukna samvinnu gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Ráðherrar eru einhuga um mikilvægi þess að bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála. 

Jafnréttisráð auglýsir styrk vegna meistaraverkefnis um hefndarklám

Jafnréttisráð auglýsir styrk til meistaranema til að vinna lokaverkefni um hefndarklám, þ.e. kynferðislegt efni sem miðlað er á netinu án samþykkis þess sem sést á myndinni. 

Ofbeldi gegn fötluðum konum

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir verkefnastýra hjá Tabú heimsótti Akureyri laugardaginn 6. desember og hélt áhugavert erindi á Amtsbókasafninu þar sem hún fjallaði um ofbeldi gegn fötluðum konum. Meðal þess sem fram kom í máli Emblu, og vakti sérstaka athygli áheyrenda, var að enn í dag eru fatlaðar konur gerðar ófrjóar án þeirra samþykkis.

Aflýst vegna veðurs! - Friðarkaffi á Kaffi Ilmi

Í dag átti að fara fram friðarkaffi og ljóðalestur á Kaffi Ilmi kl. 17, í tengslum við 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Nú er veður með versta móti á Akureyri og því hefur verið ákveðið að aflýsa viðburðinum.

Suðurnesjaverkefnið skilar árangri

Um áttatíu manns sóttu í liðinni viku námskeið um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi sem Jafnréttisstofa stóð fyrir í samstarfi við samstarfsteymi vegna heimilisofbeldis. Tilgangur námskeiðsins var að miðla þekkingu sem skapast hefur á Suðurnesjum í tengslum við verkefnið Að halda glugganum opnum. 

Karlar og jafnrétti: Fundur Stígamóta um hlutverk karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi

Fimmtudaginn 4. desember síðastliðinn kynnti Hjálmar Sigmarsson hluta lokaverkefnis síns, til meistaraprófs við Central European University í Búdapest, í nýjum húsakynnum Stígamóta að Laugarvegi 170. Rannsóknin fjallar um hlut karla í jafnréttismálum á Íslandi en í erindinu lagði hann sérstaka áherslu á hlutverk karla í baráttu gegn kynferðisofbeldi.

Hlutverk karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi

Þann 4. desember, frá kl. 8:15 – 10:00, verður haldinn morgunverðarfundur í nýju húsnæði Stígamóta að Laugavegi 170. Á fundinum verður rætt um hlutverk karla í baráttunni gegn ofbeldi.  Hjálmar Gunnar Sigmarsson mun kynna niðurstöður úr nýlegri MA rannsókn sinni í kynjafræði, þar sem hann skoðaði reynslu ungra íslenskra karl-femínista. Í rannsókninni, sem byggði á djúpviðtölum, lögðu viðmælendur Hjálmars meðal annars áherslu á mikilvægi umræðunnar um kynferðisofbeldi gegn konum.

Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu skorar á stjórnvöld

Í grein sem Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu skrifar í Fréttablaðið þann 6. desember síðastliðinn skorar hún á stjórnvöld að ljúka nauðsynlegum aðgerðum til að fullgilda Istanbúlsamninginn. Samningurinn, sem kenndur er við borgina Istanbúl, kveður meðal annars á um réttindi brotaþola og skyldur ríkja til að kveða niður og fyrirbyggja ýmiss form ofbeldis gegn konum. Þá fjallar samningurinn einnig um nauðsynlegar ráðstafanir varðandi fræðslu fyrir almenning, stjórnvöld og fagaðila. Á Íslandi er ekki í gildi heildstæð aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrsta aðgerðaáætlunin sem var samþykkt rann út árið 2011.

Val á stjórnarmönnum á tímum kynjakvóta

Fimmtudaginn 4. desember verður haldinn morgunverðarfundur á Grand hótel Reykjavík um hlut karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja. Í mars árið 2010 voru samþykkt lög á Íslandi um lágmark 40% hvors kyns í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli.Lögin tóku strax gildi hjá opinberum hlutafélögum. Hlutafélögum, einkahlutafélögum og samlagshlutafélögum var gefinn aðlögunartími til 1. september 2013. Það þýðir að í dag er rúmt ár frá fullri innleiðingu laganna.