Val á stjórnarmönnum á tímum kynjakvóta

Fimmtudaginn 4. desember verður haldinn morgunverðarfundur á Grand hótel Reykjavík um hlut karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja.

Í mars árið 2010 voru samþykkt lög á Íslandi um lágmark 40% hvors kyns í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli.Lögin tóku strax gildi hjá opinberum hlutafélögum. Hlutafélögum, einkahlutafélögum og samlagshlutafélögum var gefinn aðlögunartími til 1. september 2013. Það þýðir að í dag er rúmt ár frá fullri innleiðingu laganna. 
Á fundinum verður leitað svara við því hvort lögin hafi haft áhrif á stjórnarhætti og val í stjórnir fyrirtækja. Þá verður fjallað um þróun kynjakvóta í Noregi og fleiri löndum.

Professor Morten Huse frá BI, viðskiptaháskólanum í Ósló er einn helsti fræðimaður í dag á sviði stjórnarhátta fyrirtækja og kynjakvóta. Hann mun greina frá árangri og þróun á alþjóðlegum vettvangi.

Fundurinn er öllum opinn. Þátttökugjald er kr. 1.700 og er morgunverðarhlaðborð innifalið. Skráning fer fram á skraning@hr.is

Sjá einnig dagskrá hér