Jafnréttisráð auglýsir styrk vegna meistaraverkefnis um hefndarklám

Jafnréttisráð auglýsir styrk til meistaranema til að vinna lokaverkefni um hefndarklám, þ.e. kynferðislegt efni sem miðlað er á netinu án samþykkis þess sem sést á myndinni. 


Markmið verkefnisins er að kanna umfang og eðli hefndarkláms í íslensku samfélagi. Einnig ber að kanna hvort gildandi lög hér á landi ná yfir slíkar myndbirtingar og hvaða leiðir eru vænlegar til þess að hefta útbreiðslu efnisins. Útfærsla verkefnisins er að öðru leyti í höndum nemandans.

Auglýsing um styrkinn