Fréttir

Málþing um afnám kynjaðra staðalmynda í skólastarfi

Jafnréttisstofa hefur í samstarfi við jafnréttisstofnanir í Eistlandi og Litháen unnið að verkefni um afnám kynjaðra staðalmynda sem eru heftandi fyrir marga og leiða til einsleitni í náms- og starfsvali. Megin áhersla verkefnisins er á skóla- og tómstundastarf vegna þess að í því starfi er mikilvægt að ræða við nemendur um hugmyndir samfélagsins og þeirra um t.d. kyn, kyngervi og hlutverk kynjanna. Afrakstur verkefnisins verður kynntur á málþingi á Akureyri og eru skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafar og félagsmálaráðgjafar hvattir til að mæta.

Akureyrarbær veitir jafnréttisviðurkenningar

Á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta var tilkynnt um jafnréttisviðurkenningar Akureyrarbæjar, auk fleiri viðurkenninga, en árlega veitir bærinn viðurkenningu þeirri stofnun, fyrirtæki, nefnd eða ráði Akureyrarbæjar, einstaklingi eða félagi sem hefur að mati frístundaráðs bæjarins staðið sig best við framgang jafnréttismála á Akureyri, að undangenginni auglýsingu eftir tilnefningum.

Veggspjald um einelti, kynferðislega áreitni, kynbunda áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Á síðasta ári gáfu Jafnréttisstofa og Vinnueftirlitið í sameiningu út dagatal þar sem minnt var á skyldur atvinnurekenda til að tryggja starfsfólki öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi. Liður í því er að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Á dagatalinu var teikning eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur með skilgreiningum og dæmum um óæskilega hegðun á vinnustað. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að gera veggspjald með myndskreytingunni og senda það rafrænt og tilbúið til útprentunar til fyrirtækja og stofnana.

Opið fyrir umsóknir um styrki úr Jafnréttissjóði Íslands

Rannís lýsir eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði Íslands. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 20. maí 2019, kl. 16:00.