Málþing um afnám kynjaðra staðalmynda í skólastarfi

Jafnréttisstofa hefur í samstarfi við jafnréttisstofnanir í Eistlandi og Litháen unnið að verkefni um afnám kynjaðra staðalmynda sem eru heftandi fyrir marga og leiða til einsleitni í náms- og starfsvali. Megin áhersla verkefnisins er á skóla- og tómstundastarf vegna þess að í því starfi er mikilvægt að ræða við nemendur um hugmyndir samfélagsins og þeirra um t.d. kyn, kyngervi og hlutverk kynjanna. Afrakstur verkefnisins verður kynntur á málþingi á Akureyri og eru skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafar og félagsmálaráðgjafar hvattir til að mæta. Meðal afraksturs ofangreinds verkefnis er spennandi kennsluefni, kennsluleiðbeiningar fyrir kennara og námsráðgjafa, útvarpsþættir og vefsíða þar sem nálgast má fróðleik í formi leikins efnis, viðtala og tölvuleiks sem nýta má í kennslu.

Dagskráin fer fram frá kl. 13:30-16:00 þann 9. maí n.k. á 4. hæð í Rósenborg, Skólastíg 2 á Akureyri.

Þar verður „Break“ verkefnið kynnt og sagt frá jafnréttisstarfi á leik-, grunn,- og framhaldsskólastigi auk þess sem nemendur úr MA munu flytja erindi um hvernig megi efla jafnréttisstarf í framhaldsskólanum. 

 

Þátttaka tilkynnist í netfangið: bergljot@jafnretti.is