Fréttir

Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum 44%

Við síðustu sveitarstjórnakosningar, þann 31. maí í ár, jókst hlutfall kvenna meðal kjörinna fulltrúa nokkuð. Hlutfall kvenna náði 40% í kosningum árið 2010 en er nú orðið 44%. Tölur síðustu þrjá áratugi sýna mjög afgerandi og skýra þróun í átt til aukins jafnréttis í sveitastjórnum.

Jafnréttisstofa tekur á móti erlendum gestum

Að undanförnu hefur Jafnréttisstofa tekið á móti nokkrum fjölda erlendra gesta. Um er að ræða hóp frá Japan og Tælandi auk sálfræðings frá Bandaríkjunum. Öll voru þau komin hingað til þess að kynna sér ástæðu þess að Ísland hafi verið í efsta  sæti á lista WEF Global Gender Gap Index og undanfarin  fimm ár.