Fréttir

Jóla- og nýárskveðjur

Starfsfólk Jafnréttisstofu óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs.

Guðrún Jónsdóttir fær viðurkenningu Jafnréttisráðs

Á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember veitti Jafnréttisráð árlega viðurkenningu sína fyrir framlag til jafnréttismála. Að þessu sinni var það Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta sem fékk viðurkenninguna.

Afhending jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs árið 2010

Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs verður afhent í  Iðnó á morgun föstudaginn 10. desember kl. 16. Þetta er árviss viðburður og er viðurkenningin nú afhent í 18 sinn. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar, stundum fleiri en einn, hafa hlotið viðurkenninguna. Allir velkomnir.

Friðhelgi

Nýlega lauk þáttaröðinni Friðhelgi-Kynferðisofbeldi á Íslandi hjá Ríkisútvarpinu en þeir voru í umsjón  Eddu Jónsdóttur.  Edda leitaði víða fanga til að gera efninu sem best skil en hún tók viðtöl við brotaþola kynferðisofbeldis, fræðimenn, sérfræðinga og aðra með þekkingu á þessum málaflokki hérlendis.  Hægt er að nálgast þættina hér 

Ljósaganga og samstaða á Akureyri

Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verður efnt til ljósagöngu og samstöðu á Ráðhústorgi fimmtudaginn 9. desember. Gengið verður með kyndla og kerti frá Akureyrarkirkju kl.16:30.

Kvikmyndasýning

Jafnréttisstofa,Aflið, Kvikmyndaklúbbur Akureyrar og Akureyrarbær standa fyrir kvikmyndasýningu í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.

Alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi

Þann 25. nóvember síðastliðinn hófst alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hérlendis með Ljósagöngu og morgunverðarfundi á vegum Unifem.