Kvikmyndasýning

Jafnréttisstofa,Aflið, Kvikmyndaklúbbur Akureyrar og Akureyrarbær standa fyrir kvikmyndasýningu í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Bosníska kvikmyndin Grbavica - The land of my dreams verður sýnd á 4. hæð í Rósenborg þriðjudaginn 7. desember kl. 19:30.
Myndin fjallar um líf mæðgna eftir stríðið í Bosníu og Hersegovínu og hvernig þær takast á við leyndarmál og afleiðingar stríðsins. 

Að sýningu lokinni verða umræður um efni myndarinnar, sem Hjálmar Sigmarsson sérfræðingur á Jafnréttisstofu mun stýra en Hjálmar er nýkominn heim frá Bosníu og Hersegovínu þar sem hann starfaði fyrir UNIFEM.

Myndin er á bosnísku með enskum texta.

Allir velkomnir!