Fréttir

Jafnréttisþing haldið í Hörpu 20.02.2020

Jafnréttisþing verður haldið í Hörpu fimmtudaginn 20. febrúar 2020 undir yfirskriftinni Jafnrétti í breyttum heimi: Kyn, loftslag og framtíðin. Á þinginu verður fjallað um samspil jafnréttis- og umhverfismála í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sérstaklega verður litið til framtíðaráskorana í tengslum við tæknibreytingar, loftslagsbreytingar og nýja atvinnu- og lifnaðarhætti og velt upp hvaða áhrif þessir þættir kunna að hafa á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi.

Sjö mál til kærunefndar jafnréttismála 2019

Kærunefnd jafnréttismála bárust á árinu 2019 sjö mál. Í fyrsta sinn reyndi á lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Aðrir úrskurðir vörðuðu lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og snerust um hæfnismat vegna ráðninga í störf.

Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum samþykkt á Alþingi

Alþingi hefur samþykkt tillögu forsætisráðherra til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020-2023. Í henni er að finna 24 verkefni sem ætlað er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í íslensku samfélagi og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í málaflokknum. Verkefnin eru einnig tengd við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.