Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum samþykkt á Alþingi

Alþingi hefur samþykkt tillögu forsætisráðherra til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020-2023. Í henni er að finna 24 verkefni sem ætlað er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í íslensku samfélagi og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í málaflokknum. Verkefnin eru einnig tengd við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 

Sem dæmi um verkefni í framkvæmdaáætlunni má nefna verkefni um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð, jafnlaunavottun og jafnrétti á vinnumarkaði, aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, jafnrétti í skólastarfi, vísindum og listum og karla og jafnrétti.

Nánar má lesa um málið í frétt Forsætisráðuneytisins. 

Hér er svo áætlunina sjálfa að finna.