Fréttir

Dagatal - Kosningaréttur kvenna í 100 ár 1915-2015

Jafnréttisstofa hefur gefið út dagatal fyrir árið 2015, þar sem þess er minnst að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu í fyrsta skipti kosningarétt. Forsaga kosningaréttar kvenna er sú að Alþingi samþykkti haustið 1913 og staðfesti 1914 stjórnarskrárbreytingu sem fól í sér að konur og vinnumenn, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt til Alþingis. Í tilefni tímamótanna starfar framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar og hefur umsjón með ýmsum viðburðum á árinu. Um nefndina og viðburði sem hún stednur fyrir má lesa á heimasíðunni kosningarettur100ara.is Þeir sem hafa áhuga á að eignast dagatalið geta sent póst á netfangið jafnretti@jafnretti.is Jafnréttisstofa sendir dagatalið gegn greiðslu sendingakostnaðar.

Jafnréttisstofa gefur út bæklinginn Jafnréttismat

Í jafnréttislögum segir að jafna eigi stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagins með því að gæta jafnréttissjónarmiða og vinna að kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagins. Þetta þýðir m.a. að við alla áætlanagerð, stefnumótun og gerð lagafrumvarpa þarf að taka til greina ólíka stöðu kynjanna og móta verkefni þannig að þau auki réttlæti og kynjajafnrétti.

Fræðslufundir í fyrirtækjum um gerð jafnréttisáætlana

Um þessar mundir býður Jafnréttisstofa fyrirtækjum fræðslufundi um gerð aðgerðabundinna jafnréttisáætlana. Í jafnréttislögum segir að fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli setja sér aðgerðabundna jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína.

Rakarastofuráðstefna Íslands og Súrínam

Á fjórða hundrað tóku þátt í jafnréttisráðstefnu sem Ísland og Súrínam stóðu að í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Hugmyndin að baki Rakarastofuráðstefnunni er að virkja karla í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og voru ráðamenn og baráttufólk fyrir kynjajafnrétti fengnir til að velta upp hugmyndum um hvernig ætti ná betri árangri.

Vitundarvakning – fræðslumyndbönd frumsýnd

Í vikunni frumsýndi Vitundarvakningin tvö fræðslumyndbönd undir heitinu Leiðin Áfram. Myndböndin eru eru fyrir tvo aldursflokka; 14 ára og yngri og 15 ára og eldri. Í þeim er kynning réttarvörslukerfinu og upplýsingar sem auðvelda þolendum kynferðisofbeldis að sækja sér aðstoð. Myndböndin má nálgast á heimasíðunni www.leidinafram.is Hlutverk Vitundarvakningar er stuðla að forvarnarstarfi í málaflokki ofbeldis gegn börnum í samstarfi við viðkomandi aðila, huga að rannsóknum og stuðla að aukinni samfélagsvitund um málaflokkinn.

Jafnréttisstofa heimsækir Norðurþing

Á sunnudag átti Arnfríður Aðalsteinsdóttir fund með þjálfurum og stjórnarfólki í Íþróttafélaginu Völsungi, þar sem fjallað var um tengsl jafnréttis og starfsemi félagsins. Fundurinn var liður í undirbúningsvinnu félagsins að Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ, gæðaviðurkenningu sem ÍSÍ veitir þeim félögum/deildum sem vinna fyrirmyndarstarf með barna- og unglingaíþróttir.

Ofbeldi gegn börnum - hlutverk skóla

Út er komin handbókin Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla. Markmiðið með útgáfunni er að upplýsa kennara og annað starfsfólk skóla um einkenni og áhrif ofbeldis á börn og að vekja athygli á forvörnum, inngripi og úrræðum sem eru til staðar til að tryggja sem best velferð nemenda.