Jafnréttisstofa heimsækir Norðurþing

Á sunnudag átti Arnfríður Aðalsteinsdóttir fund með þjálfurum og stjórnarfólki í Íþróttafélaginu Völsungi, þar sem fjallað var um tengsl jafnréttis og starfsemi félagsins. Fundurinn var liður í undirbúningsvinnu félagsins að Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ, gæðaviðurkenningu sem ÍSÍ veitir þeim félögum/deildum sem vinna fyrirmyndarstarf með barna- og unglingaíþróttir.
Á mánudag heimsótti Arnfríður leikskólann Grænuvellir þar sem aðstoð var veitt við gerð jafnréttisáætlunar. Tryggvi Hallgrímsson og Arnfríður áttu þvínæst fund með nemendum í framhaldsskólanum á Húsavík.  Jafnréttismál voru þar rædd útfrá ýmsum hliðum, meðal annars hlut karla í umræðunni um aukið jafnrétti kynja.

Að lokum var haldinn fundur á bæjarskrifstofu Norðurþings á Húsavík.  Sérstök áhersla var lögð á skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum og hlutverk jafnréttisáætlana í jafnréttisstarfi sveitarfélaga. Sveitarfélagið vinnur nú að nýrri jafnréttisáætlun sem mun taka gildi síðar á árinu.
Á fundi með fulltrúum í bæjarstjórn, og bæjarstjóra