Fréttir

Uppfærð útgáfa af bæklingnum Réttur þinn

Nú er komin út þriðja útgáfa bæklingsins Réttur þinn - Mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi. Í bæklingnum er fjallað um réttindi fólks á Íslandi þegar kemur að nánum samböndum og samskiptum, til dæmis hjónaband, sambúð, skilnað og sambúðarslit, þungun, mæðravernd, þrungnarrof, forsjá barna, umgengnisrétt, ofbeldi í nánum samböndum, mansal, vændi, kærur til lögreglu, gjafsókn og dvalarleyfi. Þar má einnig finna vísanir í frekari upplýsingar um aðstoð, svo sem símanúmer, heimilisföng og heimasíður ýmissa stofnana og félagasamtaka.

Fræðslufundur Jafnréttisstofu í Árborg

Jafnréttisstofa verður í Árborg, nánar tiltekið á Selfossi mánudaginn 27. maí og boðar til opins fundar á Hótel Selfossi í hádeginu með íbúum á Suðurlandi, sveitarstjórnarfólki, forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja.

Jafnréttisstofa sækir Egilsstaði heim

Jafnréttisstofa verður á Egilsstöðum þriðjudaginn 21. maí og boðar til tveggja funda um jafnréttismál. Annars vegar eru um að ræða opinn fund á Hótel Héraði í hádeginu (12.00-13.00) með íbúum á Austurlandi, sveitarstjórnarfólki, forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja.

Jafnréttisstofa - Fyrirmyndarstofnun ársins 2019

Stéttarfélagið Sameyki stendur árlega fyrir könnuninni Stofnun ársins og voru niðurstöður fyrir árið 2019 kynntar við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica í gær, 15. maí, en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Valið er byggt á svörum rúmlega 10 þúsund starfsmanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins. Jafnréttisstofa varð í 3. sæti í flokknum Stofnun ársins (færri en 20 starfsmenn) og hlaut titilinn Fyrirmyndarstofnun ársins 2019.

Vel heppnað málþing á Akureyri

Málþing Jafnréttisstofu um afnám kynjaðra staðalmynda í skólastarfi fór fram 9. maí. Þátttaka var mjög góð en skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafar og tómstunda- og forvarnarfulltrúar af öllum skólastigum mættu á ráðstefnuna.

Staða jafnlaunavottunar

Skrifstofa jafnréttismála í forsætisráðuneytinu lét nýlega gera könnun meðal þeirra 76 fyrirtækja sem höfðu öðlast jafnlaunavottun fyrir 30. apríl sl. Niðurstöður eru mjög jákvæðar og rúmlega 81% svarenda voru fremur eða mjög ánægð með jafnlaunavottunina og að hafa innleitt jafnlaunastaðalinn. Flestir svarenda notuðu niðurstöður launagreiningar til úrbóta á jafnlaunakerfinu.