Jafnréttisstofa - Fyrirmyndarstofnun ársins 2019

Stéttarfélagið Sameyki stendur árlega fyrir könnuninni Stofnun ársins og voru niðurstöður fyrir árið 2019 kynntar við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica í gær, 15. maí, en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Valið er byggt á svörum rúmlega 10 þúsund starfsmanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins.

Jafnréttisstofa varð í 3. sæti í flokknum Stofnun ársins (færri en 20 starfsmenn) og hlaut titilinn Fyrirmyndarstofnun ársins 2019.

Á listanum yfir allar stofnanir óháð fjölda starfsmanna er Jafnréttisstofa í 8. sæti.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, var viðstödd athöfnina og tók við viðurkenningunni. Með henni á myndinni er Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.

Á vefsíðu Sameykis má lesa nánar um niðurstöðurnar.

Fyrirmyndarstofnun ársins 2019