Teikni- og ljóðasamkeppni

Jafnréttisstofa og Eymundsson stóðu fyrir teikni- og ljóðasamkeppni á vordögum og var þátttaka mjög góð.
 
Nemendur í grunnskólum landsins voru duglegir að senda inn myndir og ljóð en 148 nemendur sendu stofunni efni. Höfundum tveggja mynda og ljóða voru veitt verðlaun fyrir bestu verkin.
 
Friðjón Arnarson og Ingibjörg Veiga Ómarsdóttir hlutu verðlaun fyrir bestu myndirnar en þau eru í 4. bekk í Vogaskóla.  Guðný Hannesdóttir og Halldór Falur Halldórsson fengu verðlaun fyrir bestu ljóð keppninnar en þau eru nemendur á unglingastigi í Landakotsskóla.  Verðlaunaafhending fór fram á námsstefnu um jafnrétti í skólastarfi sem fram fór í Salnum í Kópavogi 26. maí sl.
Eymundsson færði nemendum vegleg verðlaun og allir þátttakendur fengu penna að gjöf frá fyrirtækinu.

Jafnréttisstofa þakkar kennurum og nemendum fyrir frábærar myndir og ljóð.




Friðjón Arnarson tekur við verðlaunum fyrir bestu mynd.






Ingibjörg Veiga Ómarsdóttir tekur við verðlaunum fyrir bestu mynd.






Ljóðalestur.



KYN
Kyn er skilgreining tveggja hluta af sama fletinum.
Á milli stendur óáþreifanleg brú steríótýpna samfélagsins.
Mismunur þess líkamlega hefur haft áhrif á það andlega.
Hvenær munum við skilja að við erum aðeins tveir helmingar af sama fletinum? 
                                                                      Guðný Hannesdóttir, 9. bekk.í Landakotsskóla.



JAFNRÉTTI KYNJA
Strákur og stelpa
haldast í hendur
úti í garði þar leika þau sér,
skemmta sér og hafa gaman.
Þau segja, við erum
jafn mikils virði þú og ég,
við leikum okkur
og við skemmtum okkur saman.
Við erum bestu vinir.
Við erum jöfn! 
                            Halldór Falur Halldórsson, 8. bekk í Landakotsskóla.