Ráðstefna um kynjaða fjárlagagerð

Kynjuð fjárlagagerð er flestum framandi hugtak enn sem komið er og á ráðstefnunni verður leitast við að skýra út hugmyndafræðina og aðferðirnar sem hún byggir á. Meðal annars verður skoðað hvaða áhrif ákvarðanir um ríkisútgjöld hafa á kynin. Ráðstefnan fer fram á Hótel Nordica, 13 nóvember.Ráðstefnan er sérstaklega ætluð forstöðumönnum ríkisstofnana, skrifstofu- og ráðuneytisstjórum, fulltrúum í fjárlaganefnd, fjármálastjórum, þingmönnum og ráðherrum, embættismönnum í norrænu samstarfi og sérfræðingum um jafnréttismál.

Norrænir sérfræðingar munu halda erindi um aðferðarfræði kynjaðrar fjárlagagerðar og má þar helst nefna:
Païvi Valkama sérfræðing hjá finnska fjármálaráðuneytinu, Catharina Schmitz, sænskan sérfræðing í kynjaðri fjárlagagerð og Sigurð Helgason framkvæmdastjóra Stjórnarhátta.

Ráðstefnan er liður í formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2009.
Boðið verður upp á léttar veitingar og hádegisverð. Aðgangur ókeypis.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna í hér í boðsbréfi.

Skráning fer fram í gegnum tölvupóst hjá Halldóru Friðjónsdóttur hjá fjármálaráðuneytinu og veitir hún jafnframt nánari upplýsingar.

Dagskrá verður send út síðar og birt á heimasíðu ráðstefunnar.