Líðan ungs fólks

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna miðvikudaginn 8. mars n.k. er boðað til hádegisfundar að Borgum við Norðurslóð á Akureyri frá kl. 11.45-13.15. Fyrirlesarar verða Ingibjörg Auðunsdóttir, Arnar Már Arngrímsson og Karólína Rós Ólafsdóttir. Umfjöllunarefni fundarins er líðan ungs fólks.




Eftirtalin erindi verða flutt:

Berhögg og bjargráð - erfið samskipti og líðan ungra stúlkna.

Ingibjörg Auðunsdóttir fv. sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar HA.

Berskjalda – að vera ungur og varnarlaus.

Arnar Már Arngrímsson handhafi verðlauna Norðurlandaráðs í barna- og unglingabókmenntum 2016.

Tár, bros og fokkaðu þér“.

Karólína Rós Ólafsdóttir nemandi við Menntaskólann á Akureyri.

Fundarstjóri Kristín Sóley Björnsdóttir.

Öll hjartanlega velkomin - frjáls framlög vel þegin.

Félagar úr Femma (Femínistafélagi MA) selja boli  til styrktar Aflinu 2000 kr. stykkið.

Að fundinum standa: Zontaklúbburinn Þórunn hyrna, Zontaklúbbur Akureyrar og Jafnréttisstofa. Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir fund en formleg dagskrá hefst kl. 12:00.