Öll störf eru kvennastörf!

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars n.k. er boðað til hádegisverðarfundur á Grand hótel Reykjavík kl. 11.45-13.00.

Að fundinum standa: Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Jafnréttisstofa, Kennarasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Umræður um kynbundið náms- og starfsval en þátttakendur eru: Birna Björnsdóttir slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, Auður Magnúsdóttir formaður Samtaka kvenna í vísindum, Eva Björk Sigurjónsdóttir Félag kvenna í karllægum iðngreinum, Eyrún Eyþórsdóttir lögreglumaður, Lára Rúnarsdóttir formaður Félags kvenna í tónlist, Ágústa Sveinsdóttir fulltrúi átaksins #kvennastarf. Umræðum stýrir Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona.

Matarmikil súpa og nýtt heimabakað brauð ásamt kaffi 2500 kr.

Kynskiptur vinnumarkaður

Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur. Kynbundið náms- og starfsval er talin vera ein helsta skýring þess hve illa gengur að vinna gegn launamun kynjanna. Kvennastarfsstéttir hafa almennt lægri tekjur en starfsstéttir þar sem karlastarfsstéttir. Þá getur kynbundið náms- og starfsval haft áhrif á val einstaklinga og þrengt valmöguleika þar sem tilteknar starfsstéttir eru útilokaðar þegar engar eða fáar fyrirmyndir eru af sama kyni. Innlendar sem erlendar rannsóknir sýna fram á að engin aðgerð er jafn líkleg til að hafa áhrif á launamun kynjanna og uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar.